Jólatré - jólatré

 

Kveikt verður á jólatrénu á Hnappstaðatúni

laugardaginn 26. nóvember kl 17.00.

Samkomulag hefur tekist við jólasveinafélagið um að jólasveinar mæti samkvæmt venju þótt opinber starfstími þeirra

hefjist ekki fyrr en eftir nokkra daga.

Börn eru hvött til að koma með foreldra sína og rifja upp jólalögin.

 

Sveitarstjóri.