Jólin koma....

Jólaundirbúningurinn hefur verið allsráðandi síðustu daga og hafa margir lagt sitt af mörkum til að skreyta og fegra. Í dag 22. desember tók náttúran fullan þátt í jólaundirbúningum þegar Arnar HU 1 sigldi ljósum skreyttur inn í Skagastrandarhöfn úr síðastu veiðiferð ársins. Sérstakt samspil veðurkyrrðar og skammdegisbirtu skapaði fallega stemmingu ljóss og friðar.

 

Höfðahreppur óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.