Jósef Ægir varð Evrópumeistari í gouren

Jósef Ægir Stefánsson einn af hraustustu sonum Skagastrandar gerði garðin frægan út í Frakklandi um helgina en þar sigraði hann í glímu sem kölluð er gouren. Þessi tegund glímu er satt að segja ekki algeng á Skagaströnd en Jósef hefur ekki verið þekktu fyrir að setja smámuni fyrir sig og lærði glímuna eftir óhefðbundnum leiðum. Að vonum eru Skagstrendingar mjög stoltir yfir afreki Jósefs.
 
Eftirfarandi frétt er tekin af vef Glímusambands Íslands, www.glima.is
 
Evrópumóti fangbragða lauk nú fyrir skömmu en mótið fór fram í Landerneau í Frakklandi um helgina. Spánverjar urðu Evrópumeistarar í þriðja sinn en þeir unnu einnig árin 1999 og 2001. Ísland hafnaði í fimmta sætinu sem verður að teljast mjög góður árangur miðað við að Ísland hefur ekki tekið þátt síðan 1991 og auk þess að vera aðeins með sex menn. Fyrir utan þetta þá meiddist Jón Örn og hafði það mikil áhrif á heildarstigakeppnina. Það sem stóð upp úr hjá Íslenska liðinu var þegar Jósef Ægir Stefánsson varð Evrópumeistari í gouren –100 kg flokki. Hann var síðan mjög óheppinn í back hold keppninni því hann tapaði tvisvar 3-2. Pétur Eyþósson vann brons í gouren –81 kg flokki og Eiríkur Óskar Jónsson náði einnig í brons í back hold en hann keppti í +100 kg flokki...Jósef Ægir varð í dag Evrópumeistari í gouren 7. maí 2005
Evrópumót fangbragða hófst í dag með keppni í gouren. Helstu úrslit af mótinu eru þau að Jósef Ægir Stefánsson sigraði glæsilega í -100 kg flokki og er þar með Evrópumeistari í gouren. Önnur úrslit af mótinu eru þau að Pétur Eyþórsson hafnaði í þriðja sæti í -81 kg flokki og þeir Ólafur Oddur Sigurðsson og Snær Seljan Þóroddsson lentu í fjórða sæti í sínum flokkum. Ólafur í -90 kg flokki en Snær í -74 kg flokki. Eiríkur Óskar Jónsson og Jón Örn Ingileifsson urðu síðan báðir að hætta keppni vegna meiðsla og er óvíst hvort þeir keppi á morgun í back-hold. Glímusambandið óskar strákunum innilega til hamingju með frábæran árangur í gouren.