Kahoot spurningakeppni - taka tvö

Gleðibankinn stendur fyrir spurningakeppni á netinu á sunnudaginn.

Vefslóðin að streyminu verður birt á facebook-síðunni: Íbúar á Skagaströnd á sunnudaginn kl. 16:45.

Keppendur þurfa að hafa bæði tölvu/spjaldtölvu og snjallsíma til að geta tekið þátt.

 

Leiðbeiningar:

  1. Opnaðu vefslóðina í tölvunni/spjaldtölvunni og þá birtist talnaruna
  2. Sláðu inn kahoot.it í símanum þínum og settu þar inn talnarununa sem kom upp á tölvuskjánum
  3. Þú þarft að keppa undir einhverju nafni. Settu það inn í símann.
  4. Spurningarnar birtast í tölvunni/spjaldtölvunni. Hver spurning hefur fjögur svör sem birtast síðan í símanum þínum í fjórum mismunandi litum. Aðeins eitt svaranna er rétt.
  5. Ýttu á þann lit í símanum þínum sem passar við rétt svar.
  6. Athugaðu að þú hefur aðeins 30 sekúndur til að svara og því fyrr sem þú svarar rétt þeim mun fleiri stig færðu fyrir spurninguna.

 

                                Tökum þátt og lyftum okkur upp í skammdeginu.

                                       Bankastjórar Gleðibankans