Kántrý

Uppsetning tækja og búnaðar vegna Kántrýtónleika er á lokastigi. Leiktæki frá Hopp og skopp verða sett upp á svæðinu og nokkur söluborð. Helsta nýmæli í búnaði fyrir helgina er myndaspjald sem Kjartan Keen hefur málað. Þar er um að ræða stóra málaða mynd af kúreka á hesti. Myndin hefur þann ágæta eiginleika að hægt er að stinga andlitinu út í gegnum gat á myndinni og ljá kúrekanum sitt eigið andlit.