Kántrýdagar

Ágætu Skagstrendingar


Við gerum okkur dagamun um næstu helgi á fjölskylduhátíðinni Kántrýdögum.

 

Hátíðin er að verða hefðbundin í dagskrá en auðvitað eru alltaf einhverjar breytingar og vonandi nýmæli.

 

Skemmtileg nýjung eru listasýningar sem allir eru hvattir til að skoða. Við höfum auðvitað miklar væntingar til að „Buskaranámskeiðið“ lífgi mikið upp á Kántrýdagana.

 

Núna verður opnað leikhús í Smábæ á Kofavöllum því brúðubíllinn verður með sýningu þar sem hefst kl 18, föstudaginn 15. ágúst. Sýnd verða tvö leikrit. Annað fjallar um fyrstu víkingana sem komu til Íslands. Hitt heitir heitir Pylsusalinn og er um hann Kobba sem ætlar að fá sér pylsu en það gengur heldur brösulega.


Sem fyrr er markmið hátíðarinnar fyrst og fremst að skapa góða stemningu í bænum og að við  gerum okkur dagamun á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Það þarf ekki að nefna skreytingar því þær hafa verið svo ótrúlega skemmtilegar og hugmyndaauðgin mikil.

 

Við væntum þess að allir taki þátt í dagskrá hátíðarinnar og verði í léttu hátíðarskapi.

 

Tómstunda- og menningarmálanefnd