Kántrýdagar 2011

Kántrýdagar verða haldnir 12. til 14. ágúst  2011 og dagskrá með nokkuð hefðbundnu sniði.

Tómstunda og menningarmálanefnd hefur ákveðið að auglýsa eftir hvort íbúar, félagasamtök eða fyrirtæki hafi hugmyndir að dagskráratriðum eða viðburðum sem þeir vilji standa fyrir og verði hluti af hátíð og dagskrá Kántrýdaganna.

Góðum hugmyndum má koma á framfæri fyrir 15. júlí nk. við:

Jón Ólaf formann nefndarinnar; montecarlo@simnet.is

Magnús sveitarstjóra; magnus@skagastrond.is

Skagaströnd, 29. júní 2011

Tómstunda og menningarmálanefnd.