Kántrýdagar á Skagaströnd 18.-20. ágúst

 

 

Undirbúningur fyrir fjölskylduhátíðina “Kántrýdagar á Skagaströnd” er vel á veg komin. Stefnt er að því að skapa notalega og skemmtilega fjölskyldustemningu sem hefst á föstudagskvöldi með því að gestum og gangandi verður boðið í sjávarréttasúpu í tjaldi á hátíðarsvæðinu. Súpan verður að hætti Steindórs meistarkokks sem er sérfræðingur í sjávarréttum og heimsmeistari í pizzubakstri. Laugardaginn 19. ágúst verður ýmislegt til skemmtunar svo sem dagskrá fyrir yngri kynslóðina um sem hefst kl 11 með dorgveiðikeppni. Um miðjan daginn verður fjölskylduskemmtun á palli þar sem boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði undir stjórn hinnar landskunnu Helgu Brögu. Á laugardagskvöldi verður síðan dagskrá á palli þar sem ýmsir góðir skemmtikraftar munu koma fram. Bæði á föstudags og laugardagskvöldi verða dansleikir og kántrýstemming í Kántrýbæ. Ekki liggur fyrir hvort hin góðkunna gospelmessa verður á sunnudeginum en það mun skýrast á næstu dögum.

Leiktæki fyrir börn verða á hátíðarsvæðinu og verða sett upp á föstudag kl 18 og eftir hádegi á laugardag og fram eftir kvöldi.

Unnið er að útgáfu dagskrár hátíðarinnar og verður hún send í hús í héraðinu á næstu dögum og birt með ýmsum hætti.