Kántrýdansarar frá Skagaströnd

Laugardaginn 15. mars mun kántrýdansahópurinn Hófarnir fara til Reykjavíkur til að keppa í bikarmóti línudansara. Keppnin verður haldin í Laugardalshöll og hefst upp úr kl 13:00. Kvöldið áður ætlar hópurinn að dansa, sér og öðrum til skemmtunar, í þættinum " Djúpa laugin" á Skjá einum.