Kántrýtónleikar

Undirbúningur kántrýtónleika um verslunarmannahelgina ganga vel. Útipallur fyrir tónleikana og messuna var að taka á sig mynd í góðviðrinu á miðvikudag. Annar undirbúningur gengur einnig eftir áætlun og starfsmenn sveitarfélagsins leggja áherslu á að snyrta og lagfæra opin svæði og hafa allt í góðu lagi fyrir væntanlega gesti.