Kennarar á námskeiði um ritlist

Þriðjudaginn 27. apríl hittust kennarar úr Húnavatnssýslunum á Skagaströnd til að fræðast um ritun. 

Baldur Sigurðsson, lektor í Háskóla Íslands var þar mættur á vegum Fræðsluskrifstofu A-Hún. með seinni hluta námskeiðs sem hófst á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. Kennararnir hittu þar kollega sína og ræddu þeir m.a. saman í hópum um málefni dagsins auk þess að hlýða á fyrirlestur Baldurs.

Að venju voru allir alsælir þegar þeir héldu heim á leið, enda fátt skemmtilegra en að fræðast um áhugaverða hluti í góðum félagsskap.