Keppendur frá Umf. Fram á Íslandsmóti unglinga í badminton

Helgina 11.-13. mars var Íslandsmót unglinga í badminton haldið í TBR-húsunum í Reykjavík. Níu keppendur frá Umf. Fram tóku þátt í mótinu og kepptu öll í einliðaleik, fimm piltar í flokki Hnokkar C og D og 4 stúlkur í flokki Tátur C og D. Öll voru þau að keppa í fyrsta skipti á Íslandsmóti. Ekki var stefnt á önnur verðlaun en að vera valin prúðasta liðið. Þann titil hrepptu unglingar úr Hamri í Hveragerði en Umf. Fram varð í öðru sæti og fékk 10 box af fjaðraboltum í verðlaun, Í mótslok var fastmælum bundið að á næsta Íslandsmóti skyldu þau hampa bikarnum fyrir prúðasta liðið. Öll stóðu þau sig vel bæði sem keppendur og dómarar. Einn keppandinn, Stefán Velemir, komst í fjögurra manna úrslit í flokki Hnokkar D. Myndirnar eru teknar við setningu mótsins.

 

Tómstunda- og íþróttafulltrúi.