Kertanámskeið í Kvennaskólanum

Helga Björg Jónasardóttir, www.vaxandi.is, mun halda námskeið í kertagerð n.k. laugardag 26. febrúar í Kvennaskólanum á Blönduósi á vegum Textílsetursins.
 
Kertagerð er auðveld og skemmtileg. Lítinn búnað þarf til, annað en það sem finnst í hverju eldhúsi. Eftir eitt byrjendanámskeiði er hver og einn fær um að halda áfram heima og búa til sín eigin kerti.

Kennarinn kemur með öll áhöld og efni sem þarf fyrir námskeiðið.
 
Námskeiðið er í eldhúsi Kvennaskólans í kjallara og stendur frá kl. 14-18. (tími ekki alveg staðfestur en námskeiðið er 4 klst. eða 6 kennslustundir.)
 
Námskeiðið kostar 8.500 kr. Efni er innifalið.

Aðeins 12 nemendur komast að.
 
Nemendur taki með sér svuntu, inniskó, nesti og lítinn kassa eða poka fyrir afurðirnar. Nánari upplýsingar og skráning: www.textilsetur.is og í gsm. 894-9030.