KK og Maggi Eiríks í Kántrýbæ

Stórviðburður verður á fimmtudagskvöldið í Kántrýbæ. KK og Maggi Eiríks munu þá troða upp á tónleikaferð sinni um landið. Þeim verður áreiðanlega vel fagnað á Skagaströnd og varla við öðru að búast en húsfyllir verði.

Þeir félagar hafa átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár. Plötur þeirra hafa selst vel og þeir notið vinsælda á tónleikum.

Þeir eru vísir til að taka marga vinsæla slagara og trúlega verður hraustlega tekið undir Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og til að gleðja gesti sína er Kángtrýbær með sérstakt tónleikatilboð á stórum bjór, 500 kall.