Nemendur í 7. bekk Höfðaskóla stefna á að fara í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði núna í haust.
Sem hluti af fjáröflun í tengslum við þá ferð munu þau koma saman ásamt foreldrum sínum og baka kleinur til að selja.
Baksturinn mun fara fram seinnipartinn á fimmtudag og munu krakkarnir ganga í hús meðan birgðir endast og bjóða 1 kg á 3.000kr eða 1/2kg á 1.500.
Þeir sem vilja tryggja sér kleinur geta lagt inn pöntun hjá Vigdísi í síma 891-7869.
7. bekkur Höfðaskóla