Kofasmíðin gengur vel hjá krökkunum

Það var mikið um að vera í kofahverfinu hjá krökkunum á Skagaströnd þegar þau fengu málningu til að mála nýju húsin sín. Krakkarnir hafa í sumar verið á námskeiði á vegum ungmennafélagsins og Höfðahrepps þar sem settir voru upp skólagarðar, unnið við kofasmíði og farið í íþróttir og leiki. Í skólagörðunum sem eru rétt við kofana hafa verið settar niður matjurtir og kennd umhriða matjurtagarða. Um daginn var farið í vettvangsferð upp í Hrafndal þar sem m.a. var haldinn fleytikeppni á ánni og keppt í hver ætti hraðskreiðustu fleytuna. Krakkarnir mættu með alls kyns leikföng sem hægt var að láta fljóta og nýttu sér strauminn til að koma þeim í mark. Umsjónarmenn með námskeiðinu eru Birna Sveinsdóttir og Elva Þórisdóttir. Námskeiðið hefur verið tvo tíma á dag þrjá daga í viku fyrir börn á aldrinum 6-13 ára.

(Ljósm. Herdís J.)