Kvennafrídagurinn er haldinn hátíðlegur í dag og eru konur hvattar til að leggja niður störf klukkan 14.25. Efnt verður til fjöldagöngu og útifunda víða um land í dag í tilefni dagsins - einnig á Skagaströnd
Starfskonur Vinnumálastofnunar ætla að ganga út af vinnustað sínum kl. 14:25 á mánudaginn 25. október og efna til göngu frá Stjórnsýsluhúsi.
Þær bjóða allar konur á Skagaströnd velkomnar í gönguna og hvetja þær til að taka þátt í þessum degi með þeim. Þema dagsins er rauður og hvetja þær allar konur að mæta í einhverju rauðu!
Gengið verður út Strandgötuna og til baka að Bjarmanesi þar sem starfskonur Vinnumálastofnunar bjóða upp á kaffi og meðlæti. Auður Herdís Sigurðardóttir, félagsmálastjóri talar gegn ofbeldi.
Áfram stelpur!
Konur gegn kynferðisofbeldi!