Krakkar á listnámskeiði utan dyra

Nes listamiðstöð bauð í vikunni krökkum á Skagaströnd upp á námskeið í skapandi list. Leiðbeinandi var Kendra Walker, kanadísk listakona, búsett í París.

Námskeiðið var utan dyra og valdi hún því stað á planinu við við gömlu rækjuvinnsluna. Það var í því fólgið að teikna það sem krakkarnir vildu sjá úti sjóndeildarhringinn.

Þeir fengu krítar í nokkrum litum og hófust svo handa við að teikna.

Eins og sjá má á myndunum hafa krakkarnir ansi frjótt ímyndunarafl. Meira að segja þeir sem ekki vildu teikna tóku þátt með því að teikna með hjólunum ... Kendra lét þá lita dekkin og krakkarnir hjóluðu um planið og „skrensuðu“ svo úr urðu einhvers konar afstrakt myndir. 

Yfir tuttugu krakkar tóku þátt í námskeiðinu.