Krókabátar með góðan afla

Góður afli hefur verið hjá krókabátum gerðir eru út frá Skagaströnd að undanförnu. Gæftir hafa verið góðar og aflabrögð með ágætum. Vikuna 18.-25. júli var landað 235 tonnum úr 51 bát. Þeim bátum sem stunda veiðarnar frá Skagaströnd hefur farið fjölgandi og föstudaginn 25. júlí töldust þeir vera 58 en þá var bræla og allir bátar í höfn.