Kveikt á jólatrénu á Hnappstaðatúni

Kveikt verður á jólatrénu á Hnappstaðatúni miðvikudaginn 6. desember klukkan 17:00

Jólajeppalestin mun mæta og heyrst hefur að í henni muni leynast nokkrir jólasveinar.

Nemendur 1. bekkjar Höfðaskóla sjá um tendrun trésins.

Hægt verður að grilla sykurpúða yfir opnum eldi, ef veður leyfir.
Sykurpúðar og spjót á staðnum í boði sveitarfélagsins.

 

Allir velkomnir!