Kvennakórinn Sóldís í Hólaneskirkju í kvöld

Kvennakórinn Sóldís heldur tónleika í Hólaneskirkju í kvöld klukkan 20:30. 

Söngstjóri er Sólveig Sigríður Einarsdóttir og undirleikari Rögnvaldur Valbergsson. 

Um 40 konur starfa með kórnum sem undanfarið hefur æft tvisvar í viku. Flestar búa þær í Skagafirði en fimm þeirra eru úr Austur-Húnavatnssýslu.

Miðaverð er  kr. 1.500 en ekki er tekið við kortum.

[Frá huni.is]