Kvennaverkfall 24. október næstkomandi

Á fundi sveitarstjórnar þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:

"Sveitarstjórn styður réttindabaráttu kvenna og samþykkir að konum og kvárum sem hjá sveitarfélaginu starfa verði heimilt að leggja niður störf á launum þann dag á tímabilinu kl. 14-16 sem er sá tími sem útifundur mun standa yfir á Arnarhóli. Þess er óskað að þau sem kjósa að leggja niður störf tilkynni forstöðumönnum sinna stofnana þar um eigi síðar en 17. október. Forstöðumönnum er falið að gera ráðstafanir varðandi afleysingar eða lokanir ef ekki tekst að manna starfsstöðvar og tilkynna þjónustuþegum um breytingar á þjónustu í tíma."

Vakin er athygli á því að Stéttarfélagið Samstaða hefur boðað til kröfugöngu á Blönduósi þann 24. október nk. en lesa má nánar um viðburðinn á heimasíðu félagsins.

Þá má kynna sér verkefnið Kvennaár og komandi kvennaverkfall nánar á heimasíðu Kvennaár. 

Sveitarstjórn