Kvöldvaka um Þórberg Þórðarson á miðvikudaginn

Gleðibankinn býður upp á kvöldstund með Þórbergi Þórðarsyni á miðvikudaginn 20. janúar kl. 20:30 í Bjarmanesi. Tveir einstaklega góðir rithöfundar flytja dagskrá um Þórberg Þórðarson sem er óumdeilanlega einn af helstu snillingum þjóðarinnar.

  • Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hefur af miklum hagleik skrifað þroskasögu Þórbergs og hann segir frá þessum æringja íslenskra bókmennta.
  • Jón Hjartarson, leikari og rithöfundur. Hann hefur bæði leikið Þorberg og ritað leikgerð um sögur hans.

Kvöldstund í Bjarmanesi með Þórbergi verður full af vangaveltum um lífið og tilveruna, einlæg og fyndin eins og hann kom lesendum sínum fyrir sjónir.

Dagskráin er í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli.