Kynning á fjarnámi við Háskólann á Akureyri 2005-2006 í Námsstofunni mánudaginn 2. maí

Haldinn verður kynningarfundur á fjarnámi við Háskólann á Akureyri veturinn 2005-2006 í Námsstofunni á Skagaströnd mánudaginn 2. maí kl. 17:30 – 19:00. Kynningin er send út frá Háskólanum á Akureyri í fjarfundi á ellefu staði á Norður- og Vesturlandi. Fjórar deildir skólans af sex bjóða nú upp á fjarnám. Þetta eru auðlindadeild, heilbrigðisdeild, kennaradeild og viðskiptadeild.

Allir áhugasamir eru velkomnir.

 

Námsstofan á Skagaströnd

Hjálmur Sigurðsson