Kynning á vaxtarsamningi og vinnu verkefnisstjórnar

Verkefnisstjórn Vaxtarsamnings Norðurlands vestra stendur fyrir opnum kynningarfundum í félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 30. mars frá kl 12:00 - 13:00 og Hótel Dagsbrún á Skagaströnd föstudaginn 31. mars frá kl 12:00 - 13:00.

Boðið verður upp á súpu. Allir velkomnir.

Dagskrá:

12:00 Fundur settur

12:05 Klasar sem undirstöður vaxtarsamning - Elvar K. Valson, Impra

12:15 Störf verkefnisstjórnar - Jóna Fanney Friðriksdóttir/Steindór Haraldsson

12:25 Umræður og fyrirspurnir

Nánari upplýsingar veitir Elvar K. Valsson í síma 460 7973 og Jakob Magnússon í síma 455 2510.

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, atvinnuþróun

Impra nýsköpunarmiðstöð, Iðntæknistofnun