KYNNINGARBÆKLINGUR Á LEIÐ Í HVERT HÚS

Kynningarbæklingi um sameiningartillöguna er dreift í hvert hús í Austur-Húnavatnssýslu þessa vikuna, í samstarfi við Feyki. Í Feyki eru viðtöl og umfjöllun um verkefnið.

Bæklingnum er ætlað að gefa innsýn í tillöguna og hvetja íbúa til að kynna sér málið nánar á íbúafundum og hér á hunvetningur.is þar sem má finna ítarlegri gögn.

Bæklinginn má lesa hér.