Kynningarfundir í Bjarmanesi á miðvikudag

Kynningarfundur um námskeiðið Sóknarbraut verður haldið í Bjarmanesi á morgun, miðvikudag, kl. 14:30. Þar verður sagt frá námskeiðinu en stefnt er að því að það hefjist 6. október.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem áhuga hafa á að stofna fyrirtæki eða reka nú þgar fyrirtæki. Engin krafa er gerð um neina menntun. Aðalatriðið er að hafa einhverja hugmynd um rekstur, viðbót við rekstur eða áhuga á því að styrkja þann rekstur sem fyrir er.

Sóknarbraut fjallar um rekstur fyrirtækja þar sem áhersla er lögð á markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Markmiðið er að veita þátttakendum hagnýta menntun og stuðning sem hvetur þá til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og nýta þau tækifæri sem eru til staðar.  

Á kynningarfundinum í Bjarmanesi verður upp á kaffi og meðlæti og Kjartan Ragnarsson leikstjóri og forstöðumaður  Landnámssetursins  í Borgarnesi mun segja frá reynslu sinni og gefa góð ráð.