Kynningarfundir vegna Vörusmiðju BioPol

 

Kynningarfundir vegna starfsemi Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd munu verða haldnir í næstu viku. Vörusmiðjan mun hafa öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu og því verður mögulegt fyrir frumkvöðla og smáframleiðendur að taka fyrstu skrefin í þróun á vörum sínum eða stunda eiginlega framleiðslu. Einnig verður aðstaða til að undirbúa veislur og bakstur fyrir stór tilefni. Hægt verður að leigja aðstöðuna undir námskeiðahald.

Leigugjaldi verður stillt í hóf þar sem markmiðið er að styðja smáframleiðendur í að koma vöru sinni á markað og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun í heimabyggð.

 

Fundirnir verða sem hér segir:

 

Laugarbakki: Félagsheimilið Ásbyrgiþriðjudaginn 22. ágúst kl. 15.00
Skagafjörður: Kakalaskálimiðvikudaginn 23. ágúst kl. 15.00
Skagaströnd: Gamla Kaupfélagið, efrihæðfimmtudaginn 24. ágúst kl. 14.00