Kynningarfundur um nýtingu húsa

 

Almennur kynningarfundur

á loftinu í Gamla Kaupfélaginu

miðvikudaginn 24. október nk. kl 17.00

 

Boðið er til kynningarfundar með Guðjóni Bjarnasyni arkitekt og listamanni sem mun fjalla um nýtingu húsanna Fjörubrautar 6-8 og ýmsar aðrar hugmyndir sem hann hefur um skipulag og nýtingu húsa og byggðar á Skagaströnd.

Guðjón dvaldi í sumar á Skagaströnd á vegum Nes listamiðstöðvar og Salthússins og tók þá til skoðunar hvernig mætti nýta umrædd rými. Fundurinn er öllum opinn.

Sveitarstjóri