Kynningarfundur um tillögu að breytingu á svæðisskipulagi A-Hún 2004-16

Samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu boðar til kynningar skv. 1. mgr. 13. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Kynningin verður á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi mánudaginn 6. júlí 2009. 

Gerð er tillaga um eftirfarandi breytingar á svæðisskipulaginu. 
  1. Landbúnaðarsvæði í landi Sölvabakka í Blönduósbæ breytt í sorpförgunar- og efnistökusvæði. 
  2. Landbúnaðarsvæði og opnu svæði til sérstakra nota í landi Hnjúka austan við Blönduós er breytt í iðnaðarog athafnasvæði 
  3. Landbúnaðarsvæði á Öxl II í Húnavatnshreppi breytt í verslunar- og þjónustusvæði og opið svæði til sérstakra nota. 
Lögformleg auglýsing breytingartillögunnar verður jafnframt til sýnis frá 6. júlí 2009 til 4. ágúst 2009 og á eftirfarandi stöðum; Skrifstofu Húnavatnshrepps, Húnavöllum, skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar, Túnbraut 1-3, skrifstofu Skagabyggðar, Örlygsstöðum 2, Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, í Reykjavík og á heimasíðum sveitarfélaganna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. ágúst 2009. 
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu