Landaður afli á Skagaströnd fer vaxandi

Landaður afli í Skagastrandarhöfn í mars var 634 tonn en var á sama tíma í fyrra 647 tonn. Engu að síður er uppsafnaður afli kvótaársins orðinn 7.686 tonn en var í fyrra kominn í 6.384 tonn.

Aflahæstu skip og bátar sem lögðu upp á Skagaströnd í mars eru þessi:
 1. Arnar HU-1, 451 tonn, frystar afurðir
 2. Kristín ÞH-157, lína, 48 tonn
 3. Fjölnir SU-57, lína  48 tonn
 4. Alda HU-112, lína  48 tonn
 5. Dagrún ST-12, þorsk og grásleppunet  12 tonn
 6. Ólafur Magnússon HU-54, þorskanet  10 tonn 
 7. Bergur sterki HU-17, grásleppunet  8 tonn
 8. Sæfari SK-112, lína og grásleppunet  7 tonn
 9. Bogga í Vík HU-6, grásleppunet  2 tonn
Eins og sjá má á meðfylgjandi súluritum er afli ársins yfirleitt mestur frá ágúst til desember. Þá minnkar hann talsvert en fer svo vaxandi frá miðju ári. Ljóst má þó vera að landaður afli í Skagastrandarhöfn hefur farið vaxandi á undanförnum 

Miðað við kvótaár, þ.e. september til ágústloka hefur aflinn í Skagastrandarhöfn verið sem hér segir:
 • 2007-08: 6.004 tonn
 • 2008-09: 8.259 tonn
 • 2009-10: 9.106 tonn
 • 2010-11: Það sem af er, eru komin á land 7.686 tonn
Að sjálfsögðu er hægt að miða við almanaksárið og sé það gert reiknast aflinn á þessa leiðr:
 • 2008: 8.055 tonn
 • 2009: 8.807 tonn
 • 2010: 10. 771 tonn
 • 2011: Það sem af er árinu eru komin á land 1.512 tonn