Landburður af fiski á Skagaströnd

Veiðar hafa gengið ágætlega á Húnaflóa í sumar og góð veiði.

Undanfarna daga hefur verið sérstaklega mikið um að vera á höfninni á Skagaströnd sem hófst með því að togarinn Arnar HU 1 kom inn til millilöndunar og 4. september og þá var landað úr honum um 443 tonnum af fiski sem að mestu var makríll og grálúða. Sunnudaginn 6. september komu svo þrír línubátar frá Vísi í Grindavík til löndunar. Fjölnir GK-657 landaði tæpum 70 tonnum og bæði Páll Jónsson GK-7 og Sighvatur GK-57 lönduðu hvor um sig um 83 tonnum. Mánudaginn 7. september landaði Saxhamar SH-50 rúmum 44 tonnum. Auk þessa lönduðu nokkrir smærri bátar um 30 tonnum. Afli línubáta var að mestu þorskur og ýsa.

 

Samtals var landað um 754 tonnum á þessum fjórum dögum.