Landsbankinn og Pósturinn

Landsbankinn og Pósturinn

Vegna herts samkomubanns og til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 geta viðskiptavinir aðeins fengið afgreiðslu í útibúum Landsbankans ef erindið er mjög brýnt og ekki er hægt að leysa úr því með öðrum hætti, þe. í sjálfsafgreiðslu eða með samtali við Þjónustuver. Til að fá afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram. Breytingarnar tóku gildi að morgni þriðjudagsins 24. mars 2020 og gilda þar til samkomubanni stjórnvalda verður aflétt.

 

Bréfapóstur verður borinn út á Skagaströnd með hefðbundnum hætti.

Heimkeyrslupakkar verða keyrðir heim eins og vanalega en ef enginn er til að veita þeim viðtöku verður hægt að nálgast þá á Pósthúsinu á Blönduósi eins og aðra pósthúspakka.

Athugið að það er hægt að panta heimkeyrslu hjá þjónustuveri Póstsins á heimasíðu póstsins á þessari slóð: https://www.posturinn.is/leit?q=Panta%20heimsendingu

Pakka þarf að póstleggja frá Pósthúsinu á Blönduósi en fyrirtæki í reikning og þeir sem eru með forskráða pakka geta komið pökkum á Póstbílinn á morgnana eða látið sækja til sín en það þarf að panta fyrir kl. 9:00 í síma 825 1493

 

Þjónustuver Landsbankans S: 410 400 landsbankinn@landsbankinn.is

Þjónustuver Póstsins S: 580 1000 postur@postur.is

Landsbankinn á Skagaströnd S: 410 4160 signy.o.richter@landsbankinn.is

 

Minnum á heimasíður Póstsins og Landsbankans, Pósturinn.is og Landsbankinn.is, þar sem hægt er að kynna sér ýmsar rafrænar lausnir sem gætu komið skemmtilega á óvart.

Svo er tilvalið að nota póstkassann við anddyri útibúsins. Bréfapóstur mun fara daglega frá okkur á morgnana.

 

Við stöndum þetta af okkur saman.

Kveðja Landsbankinn og Pósturinn.

Farið vel með ykkur,

Signý Richter og Erla Ísafold.