Landsbankinn Skagaströnd 30 ára.

Föstudaginn 20. júlí 2012 verða liðin 30 ár frá því að Landsbankinn opnaði útibú á Skagaströnd.

Í tilefni tímamótanna bjóðum við gestum og gangandi í afmæliskaffi og ís í útibúinu, föstudaginn 20. júlí.

Gamlar myndir verða til sýnis frá starfseminni.

Það er von starfsmanna útibúsins að þú eigir kost á að líta við og þiggja veitingar í tilefni afmælisins.