Langar þig að skoða tækifæri þín til menntunar?

 

Komdu þá á fund í Fellsborg um námstækifæri þín hjá nokkrum af skólastofnunum landsins. 

Fundurinn verður haldinn í Fellsborg  miðvikudaginn 9. mars  klukkan 17:30. Á fundinn mæta fulltrúar frá: Fjölbraut á Sauðárkróki, Farskólanum, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum að Hólum og menntafyrirtækinu Keili í Reykjanesbæ.

Fulltrúarnir munu kynna fjarnám og staðarnám hjá sínum skólum og einnig hver inntökuskilyrði eru, námsgjöld og annað sem skiptir máli. Eftir stuttar framsögur munu fulltrúarnir sitja fyrir svörum og svo verður hægt að fá að hitta fulltrúana einslega ef þess er þörf.

Einnig mætir á fundinn fulltrúi frá verkalýðsfélaginu Samstöðu sem mun kynna möguleika á námsstyrkjum frá hinum ýmsu stéttarfélögunum. 

Áætlað er að fundurinn standi í rúman einn og hálfan klukkutíma.

Endilega notaðu tækifærið og mættu á fundinn til að kynna þér möguleikana sem þú átt til aukinnar menntunar.

Til fundarins er boðað af hópi áhugafólks um menntun og framfarir í samstarfi við sveitarfélagið Skagaströnd og Farskóla Norðurlands vestra.