Lára og Rúnar og hljómsveit með tónleika í Kántríbæ

Þrusutónleikar verða í Kántrýbæ á föstudagskvöldið kl. 21. Þá koma fram feðginin Lára og Rúnar Þórisson ásamt hljómsveit.

Vart er þörf á að kynna þessa góðu tónlistarmenn. Lára Rúnarsdóttir er orðin vel þekkt hér á landi. Hún hefur gefið út nokkrar plötur sem hafa allaar hlotið góða dóma og fjöldi laga af þeim hafa skorað hátt á íslenskum vinsældarlistum.

Rúnar Þórisson er þekktur tónlistarmaður, t.d. verið gítarleikari hljómsveitarinnar Grafik. Hann hefur um árabil bæði fengist við rafgítarleik og klassískan gítarleik og leikið á tónleikum hér heima m.a. Iceland Airwaves, Listahátíð, Myrkum Músikdögum, Aldrei fór ég suður og erlendis m.a. á menningarhátíðinni Nordischer Klang. 

Aðgangseyrir á tónleikanna er 1.500 kr.