Lára Rúnarsdóttir í hátíðartjaldi á laugardaginn

Lára Rúnarsdóttir skemmtir í hátíðartjaldi á laugardagskvöldið á Kántrýdögum . Hún hefur vakið mikla athygli fyrir söng sinn. Hér er nærmynd af Láru:

Það vantar ekki jákvæðnina í hina ungu söngkonu Láru Rúnarsdóttur sem væri til í að hitta Tom Waits og myndi gera óskaplötu með Dave Grohl, Nick Cave og Beck.  Hún tók sér tíma frá annasömum degi og svaraði laufléttum spurningum Miðjunnar um lífið og tilveruna.

Nafn: Lára Rúnarsdóttir

Aldur:27 ára

Fjölskylda: Unnustinn minn Arnar Þór og dóttir okkar Embla Guðríður
Starf: Rekstrarsjóri, tónlistarmaður og húsmóðir

Ítarleg starfslýsing, hvernig er hefbundinn vinnudagur hjá þér?

Vakna, keyri, kaffi, email, pantanir, bý til checklista, dagdraumar, fundur, matur, kaffi, skoða checklistann, dagdraumar, merki við fullkláruð verkefni, keyri, sæki Emblu, pússla, dansa, elda, svæfi, horfi á frábæra dagskrá Rúv, les í bókum, kyssi manninn minn og fer að sofa.

Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítil? Leikkona og rithöfundur. Þessir draumar eru ennþá á dagskránni.

Hvað er listamannalíf? Lifir þú því? Listamannalíf eru forréttindi sem ég nýt því miður ekki.

Að þínu mati hvert er:  
A) Besta bókmenntaverk sögunnar? Sunnan við mærin, vestur af sól eftir Haruki Murakami breytti lífi mínu.

b) Besta leikrit sögunnar? Romeó og Júlía – vildi óska að við töluðum svona fallegt mál.

c) Besta plata sögunnar? Closing time með Tom Waits

Uppáhalds tónlistarmaður/menn?  Uppáhaldið mitt núna eru stelpur í tónlist… Goldfrapp, Bat for lashes, Florence and the Machine, Lilly allen og Regina Spektor. Áfram Stelpur!!!

Ef þú hefðir allann þann tíma og allann þann pening hvernig plötu myndiru gera? Frábæra plötu með Dave Grohl, Nick Cave og Beck!

Þegar þú ert að vinna í tónlist sækiru þér innblástur til annarra tónlistarmanna eða forðastu að hlusta á tónlista annarra til að “smitast“ ekki?  Ég gæti aldrei hætt að hlusta á tónlist og öll tónlist er mér innblástur, líka sú sem mér finnst leiðinleg.

Er einhver tónlist sem þú fílar í laumi? Ég skammast mín ekki fyrir að hlusta á eitthvað. Ég þoli ekki snobb í tónlistarbransanum, algjörlega glatað að þora ekki að viðurkenna að maður fíli eitthvað.

Hver er stendur upp úr í tónlist á Íslandi? Það er svo ótrúlega mikil orka og sköpun á íslandi í dag. Get t.d. nefnt Sudden Weather Change, Cliff Clavin, Útúrdúr, Sykur og Retro Stefson.

Hvernig finnst þér staða menningarlífs á Íslandi vera í dag? Ég held að kreppan hafi haft jákvæð áhrif á sköpunina. Það mætti bara gera meira fyrir hana, t.d. í fjölmiðlum. Minna af íþróttum meira af menningu og listum.

Hvaða plötu ertu að hlusta á? Ingrid Olava – the Guest

- hvernig líkar þér?  Ágætlega, tregamikið og lostafullt

Hvaða persónu lifandi/látna raunverulega/skáldaða mynduru vilja hitta? Tom Waits

Hver var uppáhalds platan þín sem barn? Ég hlustaði mikið á Rokklingana

Ólstu upp á tónlistheimili? já það var mikið sungið, spilað og dansað.

Var einhver sem fékk þig til að syngja?  Syngjum um lífið og lofum það líka. Ætli það hafi ekki bara verið þannig. Annars var það Kiddi Hjálmur sem uppgötvaði mig.

Hvað fær þig til að syngja? Ástin, dauðinn, sorgin, sturtan, áfengi og partý

Hvað er besta ráðið sem þú hefur fengið?  Ekki reyna að láta alla elska þig

Hvaða ráð myndir þú veita þeim sem vilja byrja að semja tónlist og syngja? Aldrei að hugsa um hvað öðrum finnst… Bara að hafa gaman!

Í hverju ertu að vinna núna? Öðlast hamingju sem ekki fellst í afrekum eða peningum

Eitthvað að lokum?  Við lifum bara einu sinni, hættið þessu væli!