Lárus Ægir 58 ára í dag

Lárus Ægir Guðmundsson íþróttakennari og kirkjuþingsmaður á Skagaströnd er 58 ára í dag. Lárus hélt helstu máttarstólpum á Skagaströnd kaffisamsæti í tilefni dagsins. Lárus valdi hreinlegustu og best búnu kaffistofu bæjarins, sem er í fyrirtækinu SERO ehf að Vallarbraut 2, fyrir samsætið. Á meðfylgjandi mynd má sjá Lárus fyrir miðri mynd, t.h. eru svo Sigurður Skagfjörð, Jóhann Björn og Magnús Ólafsson. Til vinstri við Lárus eru þeir Vilhelm Björn og Adolf H. Berndsen. Lárusi eru hér með óskað til hamingju með daginn.