Laus störf í Stekkjarvík

 Byggðasamlagið Norðurá bs. auglýsir laust starf við urðunar-staðinn Stekkjarvík við Blönduós.

 

Lýsing á starfinu: Í því felst almenn umsjón með urðunarstaðnum, móttaka, vigtun og skráning á sorpi til urðunar. Einnig vinna á sorptroðara og öðrum vinnuvélum við frágang í urðunarhólfi.

 

Hæfniskröfur:

  • Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er skipulagður og sýnir frumkvæði og sveigjanleika í starfi.

  • Lögð er áhersla á að viðkomandi sé úrræðagóður og stundvís.

  • Gerð er krafa um vinnuvélaréttindi og almenna tölvukunnáttu ásamt því að viðkomandi geti unnið sjálfstætt.

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er skilyrði.

 

Laun og önnur starfskjör fara eftir samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2015

 

Nánari upplýsingar um starfið veita:

Fannar J. Viggósson, s: 845 6111, stekkjarvik@simnet.is.

Magnús B. Jónsson, s: 455 2700, magnus@skagastrond.is.

 

 

Sótt er um starfið á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, www.skagafjordur.is (störf í boði).