Lausar íbúðir á Ægisgrund 2-8

Lausar íbúðir á Ægisgrund 2-8

 

Lausar eru til úthlutunar 2 íbúðir á Ægisgrund 2-8 á Skagaströnd. Rétt til umsókna eiga þeir sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

a)    Umsækjendur um íbúðir aldraðra skulu hafa náð 67 ára aldri

b)   Umsækjandi skal hafa átt lögheimili í einu þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Byggðasamlagi um Félags- og skólaþjónustu A-Hún, Blönduósi, Húnavatnshreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd eða Skagabyggð, í lágmark síðustu 6 mánuðina fyrir umsókn. 

c)     Umsækjandi þarf að vera fær um að búa í sjálfstæðri búsetu í leiguíbúð aldraðra. 

Sótt er um á sérstökum eyðublöðum sem aðgengileg eru á vef Félags- og skólaþjónustunnar, www.felahun.is og á skrifstofu.

Nánari upplýsingar og aðstoð við útfyllingu umsókna veitir Ásdís Ýr Arnardóttir, félagsmálstjóri, í síma 863-5013/452-7101.

Umsóknarfrestur til til 2. apríl 2019