Laust starf umsjónarmanns félags- og tómstundarstarfs fullorðinna.

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns félags- og tómstundarstarfs fullorðinna.

Í starfinu felst utanumhald starfseminnar. rekstur á rými starfsins í Fellsborg, innkaup á nauðsynjum starfsins o.fl.

Félagsstarfið fer fram í Félagsheimilinu Fellsborg og er opin frá 14:00 - 17:00, mánudaga og fimmtudaga.

Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður, jákvæður og hafa áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni sem starfseminni fylgja.
Þekking og/eða reynsla í hannyrðum er kostur.

 

Gert er ráð fyrir 20% starfshlutfalli og launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.


Umsækjendur geta verið krafðir um sakavottorð.
Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri / (sveitarstjori@skagastrond.is)


Umsóknum ásamt ferilskrá og stuttri kynningu skal skilað á netfangið, sveitarstjori@skagastrond.is


Umsóknarfrestur er til og með 11. september 2025.