Legupláss við flotbryggjur á Skagaströnd

Nú styttist í að nýjar flotbryggjur verði teknar í notkun á Skagaströnd.

Áhugsamir eru beðnir um að senda umsókn um pláss við bryggjurnar á netfangið: sveitarstjori@skagastrond.is. Sveitarstjóri veitir frekari upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst nk. 

Ársleiga: kr. 117.140 + vsk.

Mánaðarleiga: 14.643 + vsk.

Þeir aðilar sem óska eftir ársleigu ganga fyrir við úthlutun.

Hægt er að skoða teikningu af leguplássum með því að smella hér. Verði eftirspurn meiri en framboð munu skip með gild haffærisskírteini njóta forgangs við úthlutun. 

Sveitarstjóri