Leiðrétting.

Leiðrétting við mynd vikunnar frá 2. maí af Höfðahólum Í textanum með mynd af Höfðahólum gætir nokkurs misskilnings.

 

Þar segir að Jóhannes Björnsson og Dagný Guðmundsdóttir hafi verið síðustu ábúendur á Höfðahólum. Þetta er ekki alls kostar rétt.

 

Það rétta er að Þau hjón nýttu túnin sem fylgdu bænum en bjuggu þá að Litla Felli. Þá bjó í Höfðahólum Axel Ásgeirsson (d. 2.9.1965) sem seinna bjó að Litla Felli.

Axel mun því hafa verið síðasti ábúandinn í Höfðahólum þó Jóhannes hafi nýtt jörðina að hluta undir það síðasta. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

 

Óli B.