Leiguíbúðir fyrir aldraða í Hnitbjörgum á Blönduósi

Laus er til umsóknar íbúð í Hnitbjörgum á Blönduósi. Hnitbjörg er kjarni tíu íbúða fyrir aldraða í sjálfstæðri búsetu. Um er að ræða tveggja herbergja íbúð. Íbúðin er á 1.hæð, útgengt er í sólskála og út á verönd. Íbúðin er laus til afhendingar 1.mai 2024 en umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 26. apríl 2024. Sótt er um á sérstökum eyðublöðum sem aðgengileg eru á heimasíðu Félags- og skólaþjónustu A-Hún eða á skrifstofu Félags- og skólaþjónustu A-Hún, Flúðabakka 2, Blönduósi.

Haft verður samband við þá aðila sem eiga inni umsóknir. Úthlutun fer fram samkvæmt reglum Félags- og skólaþjónustu A-Hún.

Umsóknarblað um íbúð hjá Félags- og skólaþjónustu A-Hún