Leikhópurinn Kjallarinn kynnir leikritið Áfram Latibær.

 
Fjölskylduleikritið Áfram Latibær var sýnt í Fellsborg þann 6.mars við mjög góðar undirtektir. Vegna mikils áhuga hefur hópurinn ákveðið að bæta við einni sýningu á föstudaginn 9.mars. Mun vera sýnt í Fellsborg eins og áður, og byrjar sýningin á slaginu 19.30 !!
 
Ekki missa af þessari frábæru skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
 
Áfram Latibær kl. 19.30 í Fellsborg þann 9.mars
 
Miðaverð er eins og áður: 1000 kr. / 500 kr. fyrir 10 ára og yngri.
 
Sjáumst hress í Latabæ.
María Ösp Ómarsdóttir