Leikritið Íris frumsýnt í Fellsborg í kvöld

Nemendur í leiklistarvali Höfðaskóla frumsýna leikritið Íris í Fellsborg á Skagaströnd í kvöld, þriðjudaginn 29. mars, kl. 20:00. Leikfélagið DaddaVarta stendur að sýningunni. Leikstjóri er María Ösp Ómarsdóttir. 

Aðeins er um þessa einu sýningu að ræða en leiklistarhátíð Norðurlands verður á Akureyri um næstu helgi og þar mun DaddaVart sýna Írisi tvisvar. Fjöldi leikfélaga setja um leiksýningar á Akureyri.

Leikritið er eftir Brynhildi Guðjónsdóttur og Ólaf Egil Egilsson. Það var skrifað fyrir fyrir Þjóðleik 2010 – 2011. 

Miðaverð er 1000,- kr og er frítt fyrir þriðja barn frá heimili. 

Nemendur í  1. – 4. bekk þurfa að vera í fylgd með foreldrum / forráðamönnum.