Leikskólabörnin sýna í Landsbankanum

Á degi leikskólanna þann 6. febrúar síðast liðinn var opnuð listsýning Leikskólans Barnabóls í Landsbankanum á Skagaströnd. Við það tækifæri sungu börnin fyrir gesti og gangandi.

Sýningin í ár fjallar um kúrekana á sléttunni og má sjá hesta og kúreka í hinum ýmsu gerðum og marga með frábæran útbúnað.

Undanfarin ár hafa slíkar sýningar verið haldnar í bankanum og þær fjallað um ýmislegt úr nánasta umhverfi eins og t.d. fjallið okkar, Spákonufell, hrafninn, styttur bæjarins og fleira. Allt starfsmönnum og getsum til mikillar ánægju.

Landsbankinn býður alla hjartanlega velkomna í Landsbankann að skoða sýninguna.