Leikskólastjóri óskast

 

Lífsglaður og jafnréttissinnaður leikskólakennari

Leikskólinn Barnaból á Skagaströnd auglýsir eftir leikskólastjóra með leikskólakennaramenntun til að stýra leikskólanum.

 Leikskólinn Barnaból er hluti af Hjallastefnufjölskyldunni og við leitum að jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar að metnaði, gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og  hafa brennandi áhuga á jafnrétti og lýðræði í leikskólastarfi.

 

Skólar Hjallastefnunnar starfa að sameiginlegum markmiðum eftir sömu hugmyndafræði en sjálfstæði hvers skóla er mikið. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska  komandi kynslóða.

 

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um, áhugasamir hafi samband við Þorgerði Önnu leikskólastýru á netfangið thaa@hjalli.is eða í síma 8240604.