Leikskólinn Barnaból – Opið hús

Þann 24. maí síðastliðinn var Opið hús með vorsýningu á leikskólanum Barnabóli. Um eitt hundrað manns komu í heimsókn á leikskólann þennan dag og skoðuðu listaverk barnanna frá því í vetur. Ljósmyndir af börnunum við leik og störf, rúlluðu yfir tölvuskem og sumir foreldranna rifjuðu upp löngu gleymda hæfileika með pensilinn að vopni. Veðurguðirnir léku við okkur og því var upplagt að færa trönurnar út á leikskólalóðina til að fá sem bestan innblástur úr umhverfinu við myndsköpunina. Foreldrafélag leikskólans seldi gestunum kaffi og kökur.