Leirlistanámskeið í Bjarmanesi

 

Þriggja daga leirlistanámskeið verður haldið í kjallaranum á Café Bjarmanesi og hefst það miðvikudaginn 10. september.

 

Það er Steinunn Ósk Óskarsdóttir, sem stendur fyrir námskeiðinu en hún hafði í sumar umsjón með veitingastaðnum í Bjarmanesi.

 

Námskeiðið hefst klukkan 20 og stendur í tvær klukkustundir hvert kvöld.

 

Steinunn Ósk veitir allar upplýsingar í síma 6929283.